Verið velkomin á hönnunarsýningu Misbrigða III: Utangarðs, sem opnar föstudaginn 6. apríl í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, kl. 17 - 19 og stendur opin alla helgina.
 
Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 13 -17 laugardag og sunnudag. Hönnunarsýningin kynnir fatnað, unninn af nemendum á 2. ári í fatahönnun í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Hægt er að sjá fatnaðinn í návígi, vinnuferlið, tengt efni og þann hvata sem lá að baki verkefninu.
 
Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs og er ósöluhæfur nema til niðurrifs.
 
Gestir geta komið með eigin flíkur og munu geta prentað á þær staðnum. Eins er hægt að kaupa bol af fatasöfnun Rauða Krossins á staðnum á 500 kr. og rennur allur ágóði til Fatasöfnunar Rauða Kross Íslands.
 
Við tökum fagnandi á móti ykkur!