LHÍ mun vera með sýningu á Umhverfishátíð Norræna hússins. Bæði útskrifaðir og núverandi nemendur úr vöruhönnun og grafískri hönnun munu sýna matartengd verkefni sem unnin eru í sjálfbæru og umhverfisvænu samhengi.

Verkefni sem til sýnis verða eru:

Hið íslenzka epli - Útskriftarverkefni Auðar Inez Sellgren, útskrifaðist úr vöruhönnun árið 2015
Agari - Ari Jónsson, 3.árs nemi í vöruhönnun
Sólundarfé - Útskriftarverkefni Heiðdísar Ingu Hilmarsdóttur, útskrifaðist úr vöruhönnun árið 2017
Vegan réttir úr afgangs byggi úr bjórframleiðslu - Sylvía Dröfn Jónsdóttir, 1.árs nemi í vöruhönnun
Lúpínuverkefni - Inga Kristín Guðlaugsdóttir og Elín Sigríður Harðardóttir, 2.árs nemendur í vöruhönnun
Laser merkt matvæli - Helena Rut Sverrisdóttir, 2. árs nemi í grafískri hönnun
Cleaning Strategies - Útskriftarverkefni Sóleyjar Þráinsdóttur, útskrifaðist úr vöruhönnun árið 2017
Theobromery - Sóley Þráinsdóttir, útskrifaðist úr vöruhönnun árið 2017