Það kom að þessu sinni í hlut Þóru Einarsdóttur, söngkonu, prófessors og fagstjóra söngbrautar tónlistardeildar LHÍ, að velja saman tónlist sem hefur haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Frönsk söng- og hljóðfæratónlist frá ólíkum tímaskeiðum skipar þar veglegan sess, Charpentier, Léo Ferré, Rameau, Poulenc, Saint-Saëns, Ravel, Satie og Armand Amar í bland við tónlist eftir bandaríska tónskáldið Missy Mazzolli (f. 1980), kínverska hljóðlistamanninn Samson Young, bandarísku djasssöngkonuna Stacey Kent, Chaplin og ABBA.

Hlustið og njótið...