Það er list að leika sér

 
Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á eins árs, 30 eininga diplómanám í leikskólakennslufræðum í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands
 
Námið er í boði fyrir þau sem hafa listkennsluréttindi og vilja bæta við réttindum á leikskólastigi.
 
Skipulagið er á þá vegu að námið dreifist á eitt ár svo möguleiki er á að taka það með vinnu.
 
Á haustmisseri eru kennd þrjú skyldunámskeið, samtals 14 einingar.
Námskeiðin eru Kennslufræði leikskóla, 10 einingar og kennari er Kristín Dýrfjörð, og tvö tveggja eininga námskeið; Tálgað og tengt við náttúruna og Upplifanir og útinám.
 
Á vormisseri eru kenndar 10 skyldueiningar.
Um er að ræða fjögurra eininga vettvangsnám og sex eininga námskeið sem heitir Það er list að leika sér. Námskeiðið kennir Guðrún Alda Harðardóttir, PhD, leikskólakennari. Á vorönn velja nemendur einnig sex einingar af valnámskeiðum listkennsludeildar.
 
30 eininga diplómanám í leikskólakennslufræði kostar 138.631 kr. á önn, samtals 277.263 kr fyrir árið. 
Verð þetta er samkvæmt verðskrá ársins 2018.
 
Umsóknarfrestur í listkennsludeild er til 11. maí ´18 og má nálgast upplýsingar um inntökuferlið hér.