Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja ljúka framhaldsprófi í hljómfræði. 
 
Kenndar eru undirstöður hljómfræði barokktímabilsins eins og hún birtist í verkum J. S. Bach.
 
Nemendur eru þjálfaðir í tóntegundaskiptum til skyldustu tóntegunda og í að gera mismunandi niðurlög. Ennfremur eru kenndar díatónískar og krómatískar áherslur á sæti tóntegundarinnar.
 
Æfðar eru mismunandi lausnir sjöundarhljóma sem og minnkaðra hljóma. Sálmalög Bachs eru greind með tilliti til komutóna og áherslna á sæti tóntegundarinnar.
 
Námsmat: Lokapróf.
 
Kennari: Hróðmar I. Sigurbjörnsson.
 
Staður og stund: Skipholt 31
 
Tímabil: 22. maí - 2. júlí 2018.
Kennsludagar: mánudagar og fimmtudagar kl 17:15-19:15.
ATH undantekning er fyrsti kennsludagur sem er þriðjudagur.
 
Einingar: Námskeiðið er ekki metið til háskólaeininga en jafngildir 6 framhaldsskólaeiningum. 
 
Verð: 40.000.-
 
Forkröfur: Hljómfræði I
 
Nánari upplýsingar: Sunna Sigurðardóttir sunnai [at] lhi.is og Hróðmar I. Sigurbjörnsson hrodmari [at] lhi.is ()