Margrét Arna Vilhjálmsdóttir 
Minningargripir: Samband manns og hlutar
„Bók og innsetning þar sem gægst er inn í sögur hluta“ 

Hlutir eru samtvinnaðir lífi okkar og því er mikilvægt að veita þeim athygli. Við yfirfærum á þá hugmyndir, tilfinningar og minningar og því hafa þeir áhrif á hvað við hugsum, hvernig okkur líður og hvernig við högum okkur. Hlutir vekja upp minningar sem erfitt væri að kalla fram með öðrum hætti og þeir geta einnig birst okkur sem saga okkar eða annarra. Hlutir hafa dýpri merkingu en við gerum okkur gjarnan grein fyrir: þeir búa yfir persónulegum tengingum við staði, atburði, tilfinningar og aðra einstaklinga. Hlutir fylgja okkur og eru jafnvel partur af okkur á sama hátt og fjölskyldumeðlimir. Hvaða sögu hafa þínir hlutir að geyma? 

bokabordi.jpg