Næsti umsóknarfrestur í Útgáfusjóð Listháskóla Íslands er í janúar 2020.
 
Hlutverk sjóðsins er að efla útgáfustarfsemi skólans og stuðla að miðlun á verkum akademískra starfsmanna. Þannig er honum ætlað að styrkja tengsl kennslu, rannsókna og nýsköpunar á fræðasviði lista.
Rétt á styrkveitingum eiga fastráðnir akademískir starfsmenn í a.m.k. 50% starfshlutfalli við skólann. 
 
Stjórn 2019 - 2021:
Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður
Þorbjörg Daphne Hall, dósent tónlistardeild 
Ragnar Freyr Pálsson, dósent hönnunar- og arkitektúrdeild