Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands var stofnað árið 1999 þegar Listaháskóli Íslands var stofnaður. Safnið er byggt á grunni bókasafns Myndlista- og handíðaskólans og bókasafns Leiklistarskóla Íslands. Í fyrstu var safnið eingöngu starfrækt í Skipholti 1 og Sölvhólsgötu 13.

Árið 2001 var opnað útibú þar sem myndlistardeild skólans er til húsa í dag og á árunum 2001-2016 var safnið með starfsemi í þeim þremur byggingum þar sem skólinn er með starfsemi sína. Árið 2016 flutti sviðslista- og tónlistarbókasafnið úr húsnæðinu á Sölvhólsgötu og sameinaðist safninu í Þverholti 11.

Safnkosturinn við stofnun var um 13.000 eintök og hefur stækkað með hverju ári síðan. Í dag telur safnið tæplega 50.000 eintök.

Safnið er meðlimur í ARLIS/Norden samtökum norrænna listbókasafna og IAML (International Association of Music Libraries).

Ársskýrslur
2009-2010
2008-2009
2007-2008
2006-2007
2005-2006
2004-2005
2003-2004