Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði greinast í almenn og sérstök inntökuskilyrði.

Almenn inntökuskilyrði
Miðað er við að umsækjendur um bakkalárnám hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Þeir sem ekki uppfylla almennt inntökuskilyrði um stúdentspróf þurfa að sýna fram á að hafa lokið amk 105 einingum í framhaldsskóla til stúdentsprófs auk þroska og þekkingu sem meta má til jafns við það nám sem á vantar. Greinargerð þar að lútandi skal fylgja umsókn. Umsækjendur í diplómanám stunda nám í framhaldsskóla samhliða diplómanámi hjá LHÍ. 

Sérstök inntökuskilyrði
Auk hinna almennu inntökuskilyrða þurfa umsækjendur að uppfylla viðbótarkröfur um þekkingu á tónlist. 

 • Umsækjandi um nám í hljóðfæraleik/söng stundi nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegu námi. 
 • Umsækjandi um diplómanám stundi nám á framhaldsstigi samkvæmd aðalnámskrá tónlistarskólanna eða sambærilegu námi.
 • Umsækjandi um nám í hljóðfærakennslu stundi nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegu námi. 
 • Umsækjandi um nám í skapandi tónlistarmiðlun hafi lokið a.m.k. miðstigi á eitt hljóðfæri samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegu námi.
 • Umsækjandi um nám í kirkjutónlist hafi lokið Kirkjuorganistaprófi.

Allir sem uppfylla almenn inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn.

Inntökuferli

B.Mus gráða og diplóma gráða í hljóðfæraleik /söng og B.Mus í hljóðfærakennslu

Á inntökuprófi á hljóðfæri skal leika eina æfingu/etýðu og tvö verk frá mismunandi tímabilum tónlistarsögunnar sem sýna breidd í færni og túlkun. 

Lengd 20-30 mín.

Á inntökuprófi í söng skal undirbúa tvær aríur og tvö sönglög sem sýna fjölbreytta eiginleika.  Verkin skulu vera frá mismunandi tímabilum og á mismunandi tungumálum. Einnig skal undirbúa eintal á íslensku. Miðað skal við að flutningur sé um 2 mínútur. Textinn getur verið úr þekktu leikverki, söngleik eða óperu.

Tilgangurinn er að umsækjandi sýni túlkunarhæfni og textameðferð. Erlendir umsækjendur hafa leyfi til að flytja texta á móðurmáli sínu. Allur flutningur skal vera blaðlaus. 

 • Umsóknir eru metnar með tilliti til almennra og sérstakra skilyrða
 • Stöðupróf í tónfræðigreinum
 • Inntökupróf (hljóðfæra / söngpróf)
 • Endanlegar niðurstöður

BA gráða í tónsmíðum

 • Umsóknir eru metnar með tilliti til almennra skilyrða
 • Stöðupróf í tónfræðigreinum
 • Inntökunefnd metur innsend verk umsækjenda
 • Viðtöl
 • Endanlegar niðurstöður

BA gráða í skapandi tónlistarmiðlun og kirkjutónlist

 • Umsóknir eru metnar með tilliti til almennra og sérstakra skilyrða
 • Stöðupróf í tónfræðigreinum
 • Inntökunefnd metur innsend verk umsækjenda í skapandi tónlistarmiðlun
 • Viðtöl og inntökupróf á hljóðfæri (á við um skapandi tónlistarmiðlun)
 • Inntökupróf í orgelleik (á við um kirkjutónlistarbraut)
 • Endanlegar niðurstöður.

Sýnishorn af stöðuprófi í tónfræði, 1. hluti - tónfræði

Sýnishorn af stöðuprófi í tónfræði, 2. hluti - hljómfræði

Sýnishorn af stöðuprófi í tónfræði, 3. hluti - tónheyrn

Sýnishorn af stöðuprófi Hljómfræði I

Sýnispróf í Hljómfræði II

Theory of Harmony I english.pdf

Theory of harmonyII english.pdf