Halldór Jón Hansen fæddist í Reykjavík 12. júní 1927. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og hélt þá utan til New York í kandidatsnám þar sem hann sérmenntaði sig í barnalækningum og barnageðlækningum. Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum árið 1960 starfaði hann sem héraðslæknir á Egilsstöðum í sex mánuði. Hann fluttist síðan til Reykjavíkur þar sem hann starfaði á Geðverndardeild barna á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og tók við yfirlæknisstöðu ungbarnaeftirlitsins þar 1. júlí 1961, en þeirri stöðu gegndi hann þar til hann hætti fyrir aldurs sakir. 

Halldór var um skeið formaður Félags íslenskra barnalækna og stjórnarmaður í Félagi norrænna barnalækna og var gerður heiðursfélagi í ýmsum læknasamtökum. Halldór hafði ætíð mikinn áhuga á tónlist, einkum sönglist, og átti stórt hljómplötusafn með klassískri tónlist. Frá barnæsku var það ástríða hans að sækja tónleika og óperusýningar, fyrst á Íslandi, en síðar hvar sem hann bar niður í heiminum. Söngvarar sem sungu frá hjartanu voru ávallt í hávegum hafðir hjá Halldóri og nokkrir þeirra allra fremstu urðu góðir vinir hans, eins og Gerard Souzay og Elly Ameling. Hann skrifaði mikið um söng og tónlistarmál jafnt í dagblöð og tímarit og einnig leikskrár fyrir Íslensku óperuna. Hann kenndi við Söngskólann í Reykjavík um árabil og var listrænn ráðgjafi Tónlistarfélagsins í Reykjavík og Íslensku óperunnar. Ófáir íslenskir söngvarar nutu handleiðslu Halldórs, fengu plötur til láns, ráð um raddbeitingu eða val verkefna.Halldór arfleiddi Listaháskóla Íslands að tónlistarsafni sínu og húsi. Að auki stofnaði Halldór sjóð við skólann, sem mun hafa það hlutverk að styrkja unga tónlistarmenn og byggja upp tónlistarsafn skólans. 

Halldór lést 21. júlí 2003, 76 ára að aldri.

Viðtal Hauks Inga Jónassonar við Halldór Hansen í Lesbók Morgunblaðsins 5. júlí 2003, bls. 6. - 7.

Sönghátíð til heiðurs Halldóri Hansen 19. júní árið 2000

Morgunblaðið - innlendar fréttir - þriðjudaginn 20. júní 2000

Morgunblaðið - menningarlíf - þriðjudaginn 20. júní 2000

Morgunblaðið - tónlist - miðvikudaginn 21. júní 2000

Morgunblaðið - lesbók - laugardaginn 17. júní 2000

Morgunblaðið - lesbók - laugardaginn 17. júní 2000

Minningartónleikar helgaðir Halldóri Hansen sunnudaginn 7. september 2003

Morgunblaðið - menningarlíf - sunnudaginn 31. ágúst 2003

Morgunblaðið - menningarlíf - sunnudaginn 7. september 2003

Minningargreinar um Halldór Hansen

Morgunblaðið - fimmtudaginn 31. júlí 2003

Morgunblaðið - fimmtudaginn 31. júlí 2003

MoMorgunblaðið - föstudaginn 1. ágúst 2003

Morgunblaðið - laugardaginn 2. ágúst 2003

Morgunblaðið - þriðjudaginn 5. ágúst 2003

Morgunblaðið - miðvikudaginn 13. ágúst 2003