Málstofa tónmíða // Flökkusinfónía: Una Sveinbjarnardóttir og Ólafur Björn Ólafsson

Málstofa tónmíða // Flökkusinfónía: Una Sveinbjarnardóttir og Ólafur Björn Ólafsson

Gestir okkar að þessu sinni eru þau Una Sveinbjarnardóttir og Ólafur Björn Ólafsson. Á fyrirlestrinum munu tónskáldin veita innsýn í sköpunarferli Flökkusinfóníunnar, sýna myndir og hljóðdæmi og svara spurningum viðstaddra.

Útópíska prentverkstæðið

Útópíska prentverkstæðið
Opnun: 24. apríl 2024, 18:00-21:00
 
Nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands fá aðgang að margskonar prenttækjum og aðferðum á prentverkstæðunum í Þverholti og Laugarnesi.

Námskeiðin sem um ræðir eru m.a. Letur og virðingarröð, Myndsköpun, Útópía og Tilraunaprentsmiðja með gestaprófessor Fraser Muggeridge.

Á sýningunni Útópíska prentverkstæðið verða sýnd verk sem unnin voru á prentverkstæðunum af nemendum á 1. og 2. ári í grafískri hönnun 2023-24.

 

//

SAMBÚÐ // Opnun á sýningu á verkum 1.árs nema í arkitektúr

Nemendur á fyrsta ári í arkitektúr við LHÍ bjóða ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna “Sambúð” sem er afrakstur vinnustofunnar Hús númer 1 á vorönn 2024. Lóðin sem er til umfjöllunar er á horni Klapparstígs og Grettisgötu. Nemendur fjalla um sambúð fólks frá mismunandi menningarheimum sem leggja sitt af mörkum til iðandi mannslífs miðbæjar Reykjavíkur.

Leiðbeinendur eru arkitektarnir Hjördís Sóley Sigurðardóttir og Hrólfur Karl Cela.

Hvar: Bryggjugötu 4 á Hafnartorgi 

Hvenær: mánudaginn 18.mars kl 18-20

Útskriftarhátíð 2024

Útskriftarhátíð Listaháskólans fer fram 15. mars til 2. júní 2024

Hátíðin er afar fjölbreytt en á dagskrá eru fjölmargir viðburðir frá öllum deildum Listaháskólans. Frítt er inn á alla viðburði.

Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir viðburði hátíðarinnar eftir deildum og munu frekari upplýsingar bætast við eftir því sem nær dregur viðburði.

Arkitektúr

BA í arkitektúr
11.05.-19.05.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús

MArch í arkitektúr
11.05.-19.05.
Tollhúsið, Tryggvagötu

Bingó // María Jóngerð Gunnlaugsdóttir

María Jóngerð Gunnlaugsdóttir
Lokaverk

Sviðshöfundabraut
Sviðslistadeild

————————

Spilað verður bingó í Listaháskóla Íslands dagana 22. , 24. og 25. mars.
Við verðum á Laugarnesvegi 91, gengið er inn af neðra bílastæðinu. Bogga verður með heitt á könnunni.
ATH! ekki posi á staðnum og ekki mæta seint.
 
//
 

Systir mín Matthildur // Gígja Hilmarsdóttir

Gígja Hilmarsdóttir
Lokaverk

Sviðshöfundabraut
Sviðslistadeild

————————

Einfalt líf Betu fer úr skorðum þegar systir hennar Matthildur brýst inn og biður um að fá að gista í eina nótt. Þegar dvölin dregst á langinn þarf Beta að leita leiða til að búa með stóru systur sinni. Ætli það sé ekki bara best að deyja úr væmni?