Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður upp á opinn hádegisfyrirlestur í húsnæði sínu í Laugarnesi. 

12. október. kl. 12 -13
Fyrirlesturinn ber heitið „Allir eiga rétt á listmenntun – nema sumir“

Fyrirlesari er Margrét M. Norðdahl, deildarstjóri diplómanáms í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun við Myndlistaskóla Reykjavíkur, myndlistamaður og listgreinakennari. Margrét gerir eftirfarandi viðfangsefni skil:

Listmenntun fatlaðs fólks. Hvað er í boði og er það nóg?
Sýnileiki fatlaðs fólks í listalífinu.

Eftirfarandi mælendur munu einnig ræða málefni fatlaðs fólks varðandi listmenntun:

Birkir Sigurðsson, listnemi
Elín Fanney Ólafsdóttir, listnemi
Elín Sigríður María Ólafsdóttir Breiðfjörð Berg, listnemi og áhugaleikkona 

16. nóvember. kl. 12-13
Athygli er vakin á seinni hádegisfyrirlestri annarinnar miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12-13. Fulltrúar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ halda kynningu sem fjallar um tengsl sjálfboðastarfs við listir og listkennslu. 

Öllum opið og aðgangur ókeypis. 

Viðburðurinn á Facebook