Æsa Saga Otrsdóttir Árdal

Body Is an Anchor

Einkasýning Æsu Sögu Otrsdóttur Árdal opnar fimmtudaginn 12. október kl.17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

The body is our link to the earth. It´s the physical proof our our existence.
It´s weighing us down, so we won´t soar away.

I wanted to become a ballerina at 9, but I wasn´t good enough.
Competing bodies.

The body is made of organic material. It will never stop its transformation.
We can´t live forever.

We are revolting against our mother, trying to become the opposite of her. She is reminding us that we will become her once more.
The body remembers.

 

Facebook viðburður hér

 

Photo taken by Sarah Maria Yasdani

Photo taken by Sarah Maria Yasdani

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.