Einkasýning Ágústu Gunnarsdóttur opnar fimmtudaginn 13. október kl.18:00 – 21:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91, 2. hæð. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Jarðbundna veran þín, þú
Lygndu aftur augunum, finndu moldina á milli tánna og öðlastu jarðtengingu á ný. Jarðtengingu? Hvað er jarðtenging? Loðið hugtak um eitthvað sem á að heita hreint og beint. Manstu eftir tilfinningunni sem fólst í því að vera fimm ára og spúlaður niður eftir drullumall? Við skulum ganga beint inn í þetta.

,,Jarðbundna veran þín, þú” er nýjasta verk Ágústu í röð af verkum sem einkennast fyrst og fremst af þátttöku áhorfenda. Verkið er það sem þú tekur með þér inn í það. Hvorki meira né minna. Jú, líka það sem þú tekur með þér þaðan.

Facebookviðburður sýningarinnar

 

Á tímabilinu 13. október - 24. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 18 sýningar

Á hverjum fimmtudegi frá 13. október - 24. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum Laugarnesi; í Naflanum sem er inn í miðju skólans, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Skúrnum sem sendur fyrir utan húsið austanmegin. Opnanir eru frá kl.18 - 21 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.