VALUR HREGGVIÐSSON 

GÓÐI HIRÐIRINN 

Einkasýning Vals Hreggviðssonar opnar fimmtudaginn 9. nóvember kl.17:00 – 20:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Tómur strigi.

Hvítur.

Nýr.

Af hverju er hann svona ógnvekjandi?

Af hverju get ég ekki byrjað að mála?

Hvað ef ég mála bara á eitthvað annað?

Þarna kom það!

Ég er frjáls!

Eða hvað?

Á vegi mínum í listsköpun verð ég oft var við einhverskonar hindranir. Er þetta nógu gott? Er ég á réttri leið? Er þetta ekki pínu gamaldags og glatað? Þegar öllu er á botninn hvolft skapa ég þessar hindranir sjálfur.Um leið og ég yfirstíg eina þeirra kemur bara önnur í staðinn.

Sýningin samanstendur af málverkum sem máluð eru á mismunandi fleti. Verkin eru ekki unnin á striga. Annars hefði þessi sýning aldrei orðið til.

Öll verkin eru máluð hratt til þess að losna undan rökhugsun.

Hlutir fengnir að láni,hirtir upp, keyptir á lágu verði, jafnvel stolnir og málaðir með afgangs málningu.

Erum við stödd á listasýningu eða í Góða hirðinum?

Facebook viðburður hér

 

valur hreggviðsson
 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.