Laugardaginn 8. október kl. 14 frumsýnir Sóley Frostadóttir nemandi á 3 ári á samtímadansbraut einstaklingsverkefni sitt, Birting.

 

Í námskeiðinu vinna nemendur að sjálfstæðri uppsetningu fyrir svið, nemandinn velur sjálfur viðfangsefni og aðferð.

Áhersla er lögð á að nemendur þrói eigin hugmyndir, vinni úr þeim og finni þá framsetningu sem best hæfir viðfangsefninu.

 

Birting 

 

“Blue is always shadowy, and tends in its greatest glory to darkness. It is an intangible nothing, and yet present as the transparent atmosphere.” –Johannes Itten

 

Danshöfundur: Sóley Frostadóttir

Tæknimenn: Sigurður Atli Sigurðsson og Egill Ingibergsson

 

Sýningartímar: Frá 14-19 laugardag 8. og sunnudag 9. október. í Smiðjunni við Sölvhólsgötu 13. 

Verkið er 15 mínútur. Einn áhorfandi í senn. 

 

Miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is

ATH! Miðapöntunum er svarað á milli 9 - 15 virka daga, og reynum við að svara við fyrsta mögulega tækifæri.