Útskriftarnemendurnir eru átta að þessu sinni og endurspegla lokaverkefni þeirra áherslu námsins á frumsköpun í sviðslistum. Verkefnin eru því mjög fjölbreytt, allt frá sviðsetningu á internetinu til leikstjórnarverkefna og leiklesturs. Við vinnu útskriftarverkefna er lögð áhersla á að nemendur móti sér einstaklingsbundna sýn á form sviðslistanna og stígi fram sem sviðshöfundar.

Miðapantanir á sýningar eru á midisvidslist [at] lhi.is

Dagskrá útskriftarverkefna af sviðshöfundabraut dagana 22. til 29. maí 2015:

Baráttan heldur áfram

Emelía Antonsdóttir Crivello 

Sýnt í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu. Sunnudaginn 24. maí kl. 16:00, mánudaginn 25. maí kl. 21:00 og þriðjudaginn 26. maí kl. 19:00.

Klassapíur 

Eva Halldóra Guðmundsdóttir

Sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. Sunnudaginn 24. maí kl. 18:00, þriðjudaginn 26. maí kl. 19:00 og föstudaginn 29. maí kl. 19:00.

Veðurfregnir héðan og þaðan 

Gígja Hólmgeirsdóttir

Verkið fer fram á vefsíðunni gigjaholmgeirs.com frá kl. 8:00 föstudaginn 22. maí til miðnættis sunnudaginn 24. maí.

Fiftí/fiftí 

Guðmundur Felixson

Sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. Föstudaginn 22. maí kl. 20:00, mánudaginn 25. maí kl. 19:00 og miðvikudaginn 27. maí kl. 19:00. Aukasýning fimmtudaginn 28. maí kl. 21.

Mæja’s Theory 

Mariann Hansen

Sýnt í Hráa sal, Sölvhólsgötu 13. Laugardaginn 23. maí kl. 16:00, þriðjudaginn 26. maí kl. 21:00 og miðvikudaginn 27. maí kl. 21:00.

Kvikasilfur hafsins 

Viktoría Blöndal 

Lesið upp í sal Hjálpræðishersins, Kirkjustræti 2. Laugardaginn 23. maí kl. 18:00, mánudaginn 25. maí kl. 19:00 og fimmtudaginn 28. maí kl. 19:00.

Handan 

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason

Landspítalinn í Landakoti. Verkið fer fram á milli kl. 16:00 og 20:00 föstudaginn 22. maí og frá mánudeginum 25. maí til föstudagsins 29. maí. Áhorfendum verða úthlutaðar tímasetningar við miðapöntun.

Nadian okkar 

Þórdís Nadia Semichat

Sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum. Sunnudaginn 24. maí kl. 20:00, mánudaginn 25. maí kl. 21:00 og þriðjudaginn 26. maí kl. 21:00.