FRAMKVÆMDARÁÐ

Framkvæmdaráð fjallar um sameiginleg málefni, m.a. gæðastjórnun og skipulag skólastarfsins, rekstur, fjármál, húsnæði og aðstöðu. Framkvæmdaráð undirbýr tillögur að stefnu fyrir skólann í helstu málefnum og er bakhjarl rektors í daglegri stjórn. Jafnréttisnefnd og umhverfisnefnd heyra undir framkvæmdaráð.

Í framkvæmdaráði sitja auk rektors sviðsforsetar, framkvæmdastjóri og forstöðumaður háskólaskrifstofu. Aðrir sitja fundi ráðsins eftir því sem tilefni gefa til. Rektor stýrir fundum framkvæmdaráðs. Fundir eru öllu jafna tvisvar í mánuði.

FAGRÁÐ

Fagráð hefur ákvörðunarvald í akademískum málefnum, fjallar um fagleg markmið skólans, frammistöðu og gæði og er leiðandi fyrir stjórnendur í kennslu, rannsóknum og þróun. Kennslunefnd og rannsóknanefnd heyra undir fagráð.

Í fagráði sitja rektor, sviðsforsetar, deildarforsetar og formaður nemendaráðs. Fundur er öllu jafna einu sinni í mánuði.