60 EININGA DIPLÓMA - AÐFARARNÁM Í LISTKENNSLU FYRIR SVIÐSLISTAFÓLK

 
Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á nýja námsleið í listkennsludeild en nú er mögulegt fyrir sviðslistafólk að koma í meistaranám í listkennsludeild með aðfararnámi.
 
 
Námið er fyrir þau sem hafa að minnsta kosti 2ja ára sviðslistanám á háskólastigi (ekki fullkláraða BA gráðu) að baki, og einnig fyrir fólk sem hefur BA gráðu (í öðru en sviðslistum) en einnig töluverða reynslu af sviðslistum/ kennslu. 
 
Námið er tvær annir, 30 ECTS hvor. Þar taka viðkomandi nemendur eitt ár á millistigi, námskeið á BA stigi sviðslistardeildar og námskeið í listkennsludeild, áður en farið er yfir í meistaranám í listkennslu.
 
Markmið með aðfararnámi er að brúa bil yfir í meistaranám í listkennslu.
 
 
Umsóknarfrestur í listkennsludeild er til og með 11. maí ´18 og hér má nálgast upplýsingar um inntökuferli.