Dagskrá Hugarflugs er nú komin í loftið, sneisafull af áhugaverðum gjörningum, innsetningum, vinnusmiðjum og fyrirlestrum um minni, sem er ráðstefnuþemað í ár. 
 
Hugarflug hefst fimmtudagskvöldið 2. mars kl. 17 með opnunarerindi bandaríska myndlistarmannsins Charles Gaines, Manifestos.
 
Í kjölfarið flytja Berglind María Tómasdóttir og  Lilja María Ásmundsdóttur opnunarverk ráðstefnunnar, Variations II eftir John Cage, fyrir Lokk og Huldu.
 
Dagskráin heldur svo áfram föstudaginn 3. mars kl. 9-18, þar sem yfir 50 listamenn, hönnuðir og fræðimenn fjalla um minni út frá fjölbreyttum sjónarhornum og í gegnum ólíka miðla.
 
Kynnið ykkur dagskrána hér, en ráðstefnan fer fram í Laugarnesinu báða dagana.
 
Ráðstefnan er opin öllum og ekki er þörf á að skrá sig.