EVRYBODY´S SPECTACULAR, Alþjóðleg sviðslistahátíð í Reykjavík hefst nú á miðvikudaginn 15. nóvember og stendur til sunnudagsins 19. nóvember. 

 
Everybody´s Spectacular er einstakur vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu strauma og stefnum í sviðslistum. Dagskráin teygir sig yfir 5 daga, frá miðvikudegi til sunnudags, og er sem fyrr þéttskipuð og afar fjölbreytt. Boðið verður upp á frumsýningar á íslenskum verkum eftir marga af framsæknustu sviðslistamönnum landsins, í bland við ný verk virtra, alþjóðlegra listamanna. EVERYBODY´S SPECTACULAR er leikvöllur fyrir fjölþætta fagurfræði, gleði, alvarleika, húmor, erindi og drifkraft. Við tökumst á við aðkallandi spurningar í samtímanum, bregðum hvunndeginum undir sjóngler og fögnum margbreytileika hans.
 
Hátíðin fer fram í nánu samstarf við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, en deildin gefur rými til sýninga og æfinga. Einnig fer fram í samstarfi við skólann sérstakt málstofuþing undir heitinu A Spectacular Symposium,þar sem nemendum og listunnendum gefst tækifæri til þess að skyggnast á bakvið tjöldin hjá ýmsum þeirra listamanna sem sýna á hátíðinni í ár. Fjallað er um ólíkar aðferðir, spurningar og hugmyndir sem enduróma í verkum þeirra. Einnig verður boðið upp á hringborðsumræður, vinnustofur og sýningar. 
Hátíðina má kynna sér á vefsíðunni www.spectacular.is
 
Og málþingið má kynna sér hér: http://www.spectacular.is/aspectacularsymposioum2