Hamskipti er yfirskrift fyrirlestrarraðar í myndlistardeild Listaháskóla Íslands nú á vorönn. Mikil endurnýjun hefur orðið meðal fastráðinna kennara deildarinnar að undanförnu, en alls tóku 5 nýjir háskólakennarar til starfa við deildina á haustmánuðum 2016. Þau eru Ólöf Nordal, (sem hélt opinn fyrirlestur í nóvember 2016), Carl Boutard, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Bjarki Bragason og Hildur Bjarnadóttir. Auk þess sem nýr deildarforseti, Sigrún Inga Hrólfsdóttir tók til starfa 1. mars 2016. Á fyrirlestrunum kynna kennararnir viðfangsefni sín og rannsóknir innan myndlistar, sem stuðlar að ríkara samtali um myndlist og mismunandi nálganir, innan deildarinnar og í fagsamfélaginu.

Að auki mun fjöldi erlendra gesta úr fagumhverfi myndlistar halda erindi um verk sín og hugmyndir á opnum fyrirlestrum í myndlistardeild.

Fyrirlestrum í myndlistardeild er ætlað að kynna margþætt viðfangsefni úr heimi lista og samtímamenningar og hvetja til umræðu um þau. Fyrirlestrarnir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar og eru ætlaðir til að efla tengsl milli nemenda og starfandi lista- og fræðimanna.

Fyrirlestrar eru haldnir á föstudögum kl. 13 og eru öllum opnir og eru nemendur, fagfólk og áhugafólk um myndlist hvatt til að mæta. 

HAMSKIPTI - Vor 2017

3. febrúar: Carl Boutard
24. febrúar: Bjarki Bragason
10. mars: Bryndís Snæbjörnsdóttir
31. mars: Sigrún Inga Hrólfsdóttir
28. apríl: Hildur Bjarnadóttir  

Gestir - Vor 2017
9. janúar: Stine Marie Jacobsen
10. febrúar: Anna Hrund Másdóttir
17. febrúar: Margot Norton
7. apríl: Beagles and Ramsay   

Birt með fyrirvara um breytingar