Hekla Dögg Jónsdóttir, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands mun opna einkasýningu sína, Evolvement, í Kling&Bang laugardaginn 3. febrúar kl. 17:00.

Á sýningunni er Hekla Dögg í samstarfi við fjölda listamanna og skálda að festa sköpunina sjálfa í form. Sýningin er óútreiknanlegt ferli þar sem sköpuninn, núið og tilviljuninn leika stöðugt ærslafullt spiladósarlag. 

Samhliða sýningunni kemur út bók með yfirliti um feril Heklu Daggar og hugleiðingum um verk hennar.

Hekla Dögg hlaut rannsóknarleyfi á haustönn 2017 þar sem hún vann m.a. að sýningunni. Markmið með veitingu rannsóknaleyfa er að stuðla að uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista, styrkja stöðu Listaháskóla Íslands og auka gæði rannsókna innan hans.