Hugarflug 8. - 9. febrúar 2018

 
Hugarflug 2018 snýst fyrst og fremst um hvernig skapa megi vettvang sem sannarlega endurspeglar viðfangsefni starfsfólks og nemenda skólans, en ekki síður þeirra sem starfa á vettvangi lista og hönnunar. Þannig hefur ráðstefnan ekkert þema að þessu sinni og enga yfirskrift. Þess í stað er kapp lagt á að ráðstefnan verði þverfaglegur vettvangur lista og hönnunar, sem hvetur kennara, nemendur og starfandi listamenn og hönnuði til að deila sínum spurningum, þekkingu og iðkun, og fléttar þau saman við hvort annað.
 
Með ráðstefnunni viljum við kanna leiðir til að afhjúpa, hlusta og læra hvort af öðru með því að deila, leika og gera tilraunir.
 
Við höfum áhuga á að heyra frá listamönnum og hönnuðum sem vilja deila spurningum sínum, rannsóknum og praktík innan ramma ráðstefnunnar.
 
Við hvetjum þátttakendur til að nýta sér fjölbreytt form framsetningar – sér í lagi biðjum við tilvonandi þátttakendur að íhuga hvernig framsetningarformið geti ýtt undir merkingarbært samtal milli þeirra og annarra ráðstefnugesta. Til dæmis gætu þátttakendur sent inn tillögu að fyrirlestri, vinnusmiðju, hringborðsumræðum, vídeósýningu, göngutúrsfyrirlestri, kvöldverðarumræðum, heitapottsumræðum, opnu stúdíói, myndlistarsýningu, eða einhverju öðru.
 
Lengd atriða gæti verið á bilinu 10 – 60 mínútur og geta tekið á sig efnislegt eða sjónrænt form (sýning, innsetning, grafísk miðlun), performans (flutningur, gjörningur, inngrip), eða framsetningu í orði (fyrirlesturi, Pecha Kucha, sjálfs-viðtal, hrinborð, vinnusmiðja). Í öllu falli biðjum við þátttakendur að skilgreina umfang og viðfangsefni innsendra tillagna, rýmis- og tækniþörf og lengd atriðis.
 
Við viljum heyra frá þér ef þú ert nemandi, starfsmaður, starfandi listamaður eða hönnuður í upphafi ferils þíns, á miðjum ferli, starfar á vettvangi lista og hönnunar eða staðsetur þig á jaðrinum. Sendið okkur tillögu með spurningum ykkar, innsýn og þekkingu og takið með ykkur undrun, gagnrýna hugsun, hlustun og eiginleikann að hugsa með öðrum.
 
Kostnaður vegna framleiðslu nýrra verka er ekki borgaður af ráðstefnunni.
 
Tillögur skulu innihalda nafn, starfstitil og netföng þátttakenda, og sendast á netfangið hugarflug [at] lhi.is.
 
Skilafrestur er til 8. janúar 2018.
 
Ráðstefnan fer fram í húsnæði listkennslu- og myndlistardeilda skólans, Laugarnesvegi 91, Reykjavík.
 
Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og verður nú haldin í áttunda sinn. Ráðstefnan skapar vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun í listum og menningu, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og setja fram ókláraðar rannsóknarniðurstöður.
 
Ráðstefnunefnd
Alexander Roberts, formaður, sviðslistadeild
Bjarki Bragason, myndlistardeild
Gunndís Ýr Finnbogadóttir, listkennsludeild
Thomas Pausz, hönnunar- og arkitektúrdeild
Þorbjörg Daphne Hall, tónlistardeild