Nemendur á 1.ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands hafa reist innsetningar í vesturhluta Öskjuhlíðar. Innsetningar eru afrakstur námskeiðs sem Björn Guðbrandsson prófessor kennir. Viðfangsefni námskeiðsins snýst um það hvernig hugmyndafræðilegur sproti þróast yfir í fullbyggt mannvirki.

Nemendur unnu ýmsa greiningar- og þróunarvinnu á staðnum meðal annars með því að rannsaka hreyfingar og athafnir sem tengjast Öskjuhlíðinni.

Áhersla var lögð á mikilvægi þess að útfæra hugmyndafræðina að baki innsetningarinnar og að skapa samfellt ferli hönnunar frá frumhugmynd yfir í tæknilegar útfærslur allt niður í minnstu smáatriði. Afraksturinn frá þessum rannsóknum má sjá í Öskjuhlíð næstu daga.