Dagana 30. ágúst - 2. september 2017 verður alþjóðlega ráðstefnan International Symposium on Performance Science (ISPS) haldin í Hörpu.

Skráðu þig hér á ráðstefnuna.

Performance Science er ört vaxandi vísindagrein innan alþjóðlega lista- og vísindasamfélagsins. Meginviðfangsefnið eru raunvísindarannsóknir á flutningi og flytjendum á sviði tónlistar, dans, leiklistar og annarra sviðslista en tengslin við íþróttir eru einnig í brennidepli, enda mörgu þar saman að líkja. Þá hafa rannsóknir beinst að enn öðrum sérsviðum þar sem “performance” kemur við sögu, s.s. innan læknisfræði (skurðlækninga) og viðskiptalífsins (hvað varðar blaðamannafundi, kynningar o.þ.h.)

ISPS hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 2007. Aðalskipuleggjandi er rannsóknasetrið Centre for Performance Science í Royal College of Music í London, http://performancescience.ac.uk/, en það er starfrækt í samvinnu við Imperial College London, www.imperial.ac.uk . Í ár verður Listaháskóli Íslands gestgjafi.

Lykilfyrirlesarar:

· Hilmar Bragi Janusson, forstjóri GENÍS og fyrrv. forseti verkfræði- og raunvísindadeildar HÍ.
· Alison McGregor, prófessor í musculoskeletal biodynamics, Imperial College, London.
· Reinhard Kopiez, prófessor í tónlistarsálfræði, Hanover University of Music, Drama and Media.
· Steven Schlozman, prófessor, Clay Center for Young Healthy Minds, Harvard University, Boston.

 

Dagskráin samanstendur af u.þ.b. 90 fyrirlestrum, 90 “poster” kynningum, 6 vinnustofum og 3 málþingum. Aldrei hafa fleiri tillögur að þátttöku borist.