Vikuleg Kveikja er að þessu sinni valin af Elínu Gunnlaugsdóttur, tónskáldi og stundakennara við tónlistardeild LHÍ en þar kennir hún nemendum meðal annars Bach-hljómfræði. Jóhann Sebastían skýtur reglulega upp kollinum á fallegum lagalista Elínar í bland við verk í styttri kantinum eftir önnur tónskáld sem Elín hefur dálæti á. Cage og Reich, Glass og Pärt; Jacques Brel og Berio er á meðal þess sem finna má á listanum. Ferðalagið hefst með dásamlegri útsetningu ungverska tónskáldsins Györgys Kurtágs á kantötukafla eftir J. S. Bach þar sem Kurtág leikur fjórhent á píanó ásamt eiginkonu sinni Mörtu, og svo fylgja kveikjurnar hver af annarri. Njótið vel.