Í lok haustannar og á vormisseri munu meistaranemar á fyrsta ári í myndlist (ásamt skiptinemum við 2. ár MA) við Listaháskóla Íslands halda röð einkasýninga undir nafninu Kveikjuþræðir.

Sýningarnar opna á föstudögum í Kubbnum (2. hæð) og Huldulandi (1. hæð), sýningarsölum myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91. Nákvæm tímasetning er auglýst sérstaklega og eru sýningarnar einungis opnar á opnunardaginn.

Sýningarnar eru af ólíkum toga en eiga það sammerkt að vera eins konar kveikjuþræðir og nánari útfærslur af hugmyndum og vinnuferli nemenda fram til þessa.

Dagsetningar:

Fimmtudagur 7. desember
Kerstin Möller & Aissa Lopez

Föstudagur 2. febrúar
Margrét Helga Sesseljudóttir

Föstudagur 9. febrúar
Pier Yves Larouche & Guðríður Skugga Gauðlaugsdóttir

Föstudagur 2. mars
Kirill Lorech & Marie Lebrun

Föstudagur 9. mars
Kimy Tayler & María Hrönn Gunnarsdóttir

Föstudagur 16. mars
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sihan Yang & Katrina Jane Perry