Föstudaginn 1. september var Laumulistasamsteypan með opinn fyrirlestur um vinnuaðferðir hópsins og sýningar í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Laumulistasamsteypan er fjölbreytilegur hópur ungra listamanna sem kemur árlega saman og vinnur að skapandi verkefni í Hrísey, Eyjarfirði. Í ár byggðu þau sviðsmyndina HAMUR/HAM í gömlum bragga og framleiddu stuttmyndir og tilraunakenndar myndir.

Laumulistasamsteypan hlakkar til að taka á móti nemendum og gestum í LHÍ. Þau munu kynna starf sitt og dvöl í Hrísey undanfarin ár. Þar treysta þau á óritskoðaðar hugmyndir, mikilvægi þess að framkvæma, vera saman og að droppa egóinu.

Á þessum tíma á sér ýmislegt stað, samtöl, sjósund, leikir, göngutúrar, eldamennska, hugmyndaflæði og náin samvera hópsins fæðir af sér mjög skapandi orku sem streymir bæði inní verkefni hópsins í Hrísey en nær líka út fyrir þennan afmarkaða tíma og ýmis önnur samvinnuverkefni hafa sprottið uppúr þátttöku í Laumulistasamsteypunni og samverunni í Hrísey.

Hér er yfirlit yfir opna fyrirlestra myndlistardeildar: