Sigurður Guðjónsson er meðal tilnefndra til íslensku myndlistarverðlaunanna sem veitt verða fimmtudaginn 22. febrúar. Sigurður starfar við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og er umsjónarmaður vídeóversins. 

Við óskum Sigurði hjartanlega til hamingju með tilnefninguna. 

 

Fjórir myndlistarmenn á forvalslista Íslensku myndlistarverðlaunanna

Forvalslisti dómnefndar Íslensku myndlistarverðlaunanna hefur verið gerður opinber. Á listanum eru fjórir myndlistarmenn sem dómnefnd valdi úr hópi innsendra tilnefninga.

Alls bárust myndlistarráði um 70 tilnefningar.

Af þeim fjölda voru 32 myndlistarmenn tilnefndir sem Myndlistarmaður ársins og 15 hlutu tilnefningu til Hvatningarverðlauna ársins.

Eftirfarandi myndlistarmenn eru á forvalslista dómnefndar :

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg
Egill Sæbjörnsson fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 Gallery
Hulda Vilhjálmsdóttir fyrir sýninguna Valbrá í Kling og Bang
Sigurður Guðjónsson fyrir sýninguna Innljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði

Greint verður frá því hver af þessum fjórum verður titlaður Myndlistarmaður ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins á afhendingu Íslensku myndlistarverðlaunanna sem fer fram í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 19:30.

Allir eru boðnir velkomnir á afhendinguna og mun mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, afhenda verðlaunin.

Í dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 sitja:

Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður dómnefndar (Myndlistarráð)
Sigrún Hrólfsdóttir ( Listaháskóli Íslands)
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna)
Magnús Gestsson ( Listfræðafélag Íslands)
Margrét Elísabet Ólafsdóttir (fulltrúi safnstjóra íslenskra safna)