STEFNUMÓT UM LISTNÁM

Þriðjudaginn 7. nóvember fór fram sameiginlegur fundur kennara við Listaháskóla Íslands og samtaka list- og hönnunarkennara á framhaldsstigi. 
Yfirskrift fundarins var "stefnumót um listnám" og var ferðalag nemandans milli þessara tveggja skólastiga í forgrunni. 
 
Fundurinn var með þjóðfundarfyrirkomulagi þ.e. við skiptum okkur niður á borð og ræddum saman. Í lokin var gerð grein fyrir þeirri umræðu sem hafði átt sér stað. 
 
Meðal umræðuefna voru m.a. ábyrgð nemenda á eigin námi, einkunnagjöf og endurgjöf frá kennara til nemanda, inntökuferlið í LHÍ, vægi listgreina í framhaldskólanum og námsframboð í Opna Listaháskólanum. 
 
Mæting á fundinn var afar góð og hlökkum við til næsta stefnumóts um listnám.