Una Þorleifsdóttir fagstjóri sviðshöfundarbrautar (í leyfi) og Sveinbjörg Þórhallsdóttir fagstjóri samtímadansbrautar frumsýna á morgun föstudaginn (24.03.2017) Tímaþjófinn, leikverk byggt á samnefndri skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur.

Í uppsetningu Unu Þorleifsdóttur öðlast skáldsaga Steinunnar nýtt líf á leiksviðinu á einstakan og hrífandi hátt. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga Sveinbjargar Þórhallsdóttur skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkið hér.