Listaháskóli Íslands er aðsetur skapandi hugmynda- og aðferðafræði fræðasviðs lista. Þar helga nemendur sig listsköpun og fræðum undir handleiðslu listamanna og fræðimanna er móta með þeim sameiginlega deiglu ólíkra listgreina.
Grunngildi allrar starfsemi Listaháskólans eru forvitni, skilningur og áræði.

 

Skólastarfið hefst mánudaginn 20. ágúst með nýnemakynningu og dagskrá nýnemakynningar má finna á vefsíðu skólans. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fyrir aðra nemendur á mánudaginn.

 

Formleg skólasetning verður kl. 15.00 og allir eru velkomnir, bæði starfsfólk og nemendur.

 

Skólasetning – kl. 15:00, Laugarnesvegi, Rauða torgið

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor býður gesti velkomna,

Saga Sigurðardóttir, dansari og hollnemi LHÍ

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi í sviðslistum

Reglubundin kennsla hefst svo þriðjudaginn 21. ágúst.