Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands hefst með tónleikum í Salnum Kópavogi, 19. apríl, og næstu vikurnar þar á eftir verða tugir viðburða í boði á hátíðinni. Um er að ræða tónleika, sýningar, málþing, leiðsagnir og margt fleira. Hér er heildardagskrá Útskriftarhátíðarinnar.
 
Tónleikadagskrá tónlistardeildar LHÍ er að vanda jafn fjölbreytt og námið sjálft. Ný verk verða flutt, nýtt kennsluefni kynnt, nýjar nálganir í tónlistarmiðlun og nýjir flytjendur bætast í flóru tónlistarmanna á Íslandi. Tónleikastaðnirnir eru Salurinn í Kópavogi, Tjarnarbíó, Sölvhóll, Hannesarholt, Laugarneskirkja, Seltjarnarneskirkja, Mengi og bílastæaðakjallari!
 
Þess má geta að sérstakur styrktaraðili Útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands eru menningarhúsin í Kópavogi sem opna dyr sínar fyrir fjöldanum öllum af tónleikum og útskriftarsýningu meistaranema í hönnun og myndlist.

 

 

 

Flestallir viðburðir Útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands eru án endurgjalds, allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og við tökum fagnandi á móti ykkur á þessum merku tímamótum í skólastarfinu.
 
19. apríl kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Sigríður Eyþórsdóttir, tónsmíðar.
                     
20. apríl kl. 20:30
Borgarleikhúsinu
Viktor Ingi Guðmundsson, tónsmíðar.
 
21. apríl kl. 21:00
Mengi
Reuben Satoru Fenemore, NAIP.
 
28. apríl
Salurinn, Kópavogi.
Guðmundur Óli Norland, tónsmíðar kl. 18:00
Óskar Magnússon, gítar kl. 20:00
 
2. maí kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Kristín Jóna Bragadóttir, klarínetta.
 
3. maí kl.18-20
Tjarnarbíó – skapandi tónlistarmiðlun
Hildigunnur Einarsdóttir kl. 18:00
Sandra Rún Jónsdóttir kl. 19:00
 
4. maí kl. 18 – 22
Sölvhóll – skapandi tónlistarmiðlun
Sunna Karen Einarsdóttir kl.18
Sunna Friðjónsdóttir kl.19
Silja Garðarsdóttir kl.20
Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir kl.21
 
5. maí kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Gylfi Guðjohnsen/Kjartan Hólm, tónsmíðar.
 
7. maí kl. 18:00
Laugarneskirkja
Þorsteinn G. Friðriksson, tónsmíðar.  Kl. 18:00
Arna Margrét Jónsdóttir, tónsmíðar. Kl. 18:00
 
7.maí kl. 21:00
Kjarvalsstaðir
Nanas of Silas
Alejandra Pineda De Ávila, NAIP.
 
 
10. maí kl. 18:00
Salurinn
Alessandro Cernuzzi, söngur.
 
10. maí kl. 20:00
Hannesarholt
Arnar Freyr Valsson, gítar.
 
12. maí kl. 20:00
Salurinn
Ragnheiður Eir Magnúsdóttir, flauta.
 
14. maí  kl. 20:00
Seltjarnarneskirkja
Friðrik Guðmundsson, tónsmíðar.
 
17. maí kl. 20:00
Salurinn
Elísa Elíasdóttir, fiðla.
 
18. maí kl. 20:00
Salurinn
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla.
 
19. maí kl. 20:00
Sölvhóll
Björn Pálmi og Atli Petersen, tónsmíðar.
 
20. maí kl. 18:00
Þingholtsstræti 27
Rögnvaldur Konráð Helgason, tónsmíðar.
 
23. maí kl. 20:00
Salurinn
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta.
 
24.maí kl. 20:00
Salurinn
Steinunn Björg Ólafsdóttir, söngur.