Werner Herzog heimsótti nemendur Listaháskólans föstudaginn 29. október.
 
Nemendur Listaháskólans voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Werner Herzog í heimsókn og spjall síðastliðinn föstudag. Werner er heimsfrægur, þýskur kvikmyndargerðarmaður. Hann er staddur hér á landi vegna alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar RIFF og er heiðursgestur hátíðarinnar í ár. Werner var mjög gjöfull á orð sín og hugsanir og gafst nemendum einstakt tækifæri til þess að spyrja hann spjörunum úr.