Grafísk hönnun

Hlutverk grafískrar hönnunar er að miðla upplýsingum, vekja áhuga, auka skilning og áhrif skilaboða í gengum myndmál og tungumál. Fagið er í sífelldri þróun samhliða tækniframförum og nýjum miðlunarleiðum.  
 
Í náminu fást nemendur við ólíkar og margþættar birtingarmyndir fagsins eins og týpógrafíu, myndlýsingar, upplýsingahönnun, leturhönnun, útgáfu ýmis konar, notendahönnun, mörkun og sköpun heildarútlits sem unnið er inn í fjölbreytt samhengi markaðs og menningar. Hönnuðurinn sem greinandi og gerandi er mikilvægt leiðarstef í náminu og samfélagsleg ábyrgð nemenda er efld í hvívetna.  
 
Nemendur taka þátt í samstarfi við fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir og fjölmargir starfandi innlendir sem erlendir hönnuðir koma að kennslu í náminu. 
 
Að loknu námi til BA-gráðu eiga nemendur að vera færir um að vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt að ólíkum verkefnum á sviði grafískrar hönnunar, ýmist á auglýsinga- eða hönnunarstofum, hjá fyrirtækjum eða sjálfstætt. Námið undirbýr nemendur einnig vel fyrir áframhaldandi nám á MA stigi. 
 
Við Listaháskóla Íslands miðar nám í grafískri hönnun að því að efla fagið og hvetja nemendur til að láta sig samfélagið og umhverfið varða og horfa til framtíðar. Í verkefnum nemenda móta þeir sína listrænu sýn og hæfni til að starfa á víðum vettvangi fagsins að námi loknu.
 
Nafn námsleiðar: 
Bakkalárnám í grafískri hönnun
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 12. apríl 2024

Umsóknum svarað: Maí/júní 2024

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar deildar

HAFA SAMBAND

hafdis [at] lhi.is (Hafdís Harðardóttir), deildarfulltrúi

FLÝTILEIÐIR

Grafísk hönnun á Instagram
Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ

 
 

Fagstjórar

Adam Flint - Fagstjóri í grafískri hönnun

Adam er grafískur hönnuður frá Kaliforniu. Í hönnun sinni hefur hann lagt áherslu á sýningahönnun og unnið fyrir fjölmörg söfn og menningastofnanir í Bandaríkjunum og á Íslandi.Verk hans hafa meðal annars hlotið styrki frá Háskólanum í Kaliforníu, Utha fylki, Nordplus Programme og Fulbright stofnuninni á Íslandi. Hann hóf kennslu við háskólann haustið 2022.