Styrktarsjóður Halldórs Hansen var stofnaður 11. desember 2002. Halldór Hansen barnalæknir lét eftir sig mikið tónlistarsafn með um 10.000 hljómplötum, sem hann ánafnaði Listaháskóla Íslands í erfðaskrá ásamt öðrum eigum sínum sem skyldu renna í sérstakan sjóð í hans nafni.

Veittar voru viðurkenningar úr sjóðnum í sautjánda sinn þann 18. júní 2021. Auk viðurkenninga til tónlistarnema var að þessu sinni einnig veitt heiðursviðurkenning fyrir framlag á sviði tónlistar en hana hlaut Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari (sjá frétt).

Halldór, húsið hans og hljómplöturnar - texti eftir Árna Tómas Ragnarsson

Styrktarsjóður Halldórs Hansen - tilurð og saga 

Meginmarkmið sjóðsins eru að:

  • Varðveita tónlistarsafn Halldórs Hansen og miðla efni úr því.
  • Styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn Listaháskóla Íslands.​
  • Veita árlega styrk í nafni Halldórs Hansen til tónlistarnema Listaháskóla Íslands
 sem náð hefur framúrskarandi árangri að mati sjóðsstjórnar.