Með Misbrigðum vinna nemendur á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Kross Íslands. Hver nemandi gerir eigin fatalínu með áherslu á persónulega sýn og vinnur þrjá alklæðnaði úr notuðum fatnaði og textíl. Með verkefninu fá nemendur djúpa innsýn og skilning á áhrifum fataiðnaðarins á samfélög og umhverfi auk þess að þau kynnast rannsóknarvinnu og taka þátt í rannsóknarteymi. Skoðaðar eru ólíkar miðlunarleiðir sem fatahönnuðir geta nýtt sér, m.a. miðlun á samfélagsmiðlum, með innsetningum og hönnunarsýningum.