Vatn er Gott er ekki aðeins nýtt íslenskt sviðsverk heldur einnig ferðalag, rannsókn og niðurstaða. Ferðalagið hefst í krananum heima og ferðast í gegnum lagnir, út á Laugarnestanga, út í haf, til Afríku, gufar upp og dembist yfir okkur öll. Rannsóknin er hvernig vatnið hefur áhrif á okkur, ekki bara með því að halda okkur á lífi heldur það hann aðskilur okkur, skilur okkur að frá þeim sem skortir það. Er afstaða fólgin í því að sturta niður 200 lítrum af vatni á dag? Niðurstaðan er hvað við getum gert, hvað við getum ekki gert, og allt þar á milli.

Jóhann Kristófer Stefánsson er sviðslistamaður, rappari, leikari, aktívisti og fyrirsæta, svo eitthvað sé nefnt. Helstu viðfangsefni hans eru pólítík, en ekki sú pólítík sem hvítir miðaldra karlar stunda heldur sú sem við verðum vitni af og tökum þátt í í hversdagsleikanum, og poppmenning, áhrif hennar og staða í samtímanum. 

Sviðslist Jóhanns Kristófers krefur áhorfandann um að taka afstöðu, bæði meðvitaða og/eða ómeðvitaða, en reynir þó eftir fremsta megni að skemmta áhorfendum, þó það takist mis vel. Jóhann sækir innblástur sinn í hinu hversdagslega, á internetinu og í rapp tónlist. Hann leggur meira upp úr því að geta reglulega keypt sér strigaskó en að eyða í sparnað og reynir eftir fremsta megni að hætta að vera kaldhæðinn og vera einlægur.

Verkið var frumsýnt 21.maí 2016 í Kúlunni í Þjóleikhúsinu.

 

 

 

https://vimeo.com/169839817