Listkennsludeild

Listir og velferð
Meistarnám

Kennsluskrá 2023-2024

 

HÆFNIVIÐMIÐ

Að loknu námi býr nemandi yfir þekkingu á sviði listsköpunar, samvinnu, virkni og velferð. 
Í því felst að nemandi skal hafa staðist eftirfarandi hæfniviðmið:

 

ÞEKKING 

 Þekking og skilningur
Að loknu námi búa nemendur yfir þekkingu á fagsviðinu. 
Í því felst að nemendur: 
 
  • Þekki ólíkar kenningar og hugtök á sviði félagslegs réttlætis, inngildingar og velferðar. 
  • Kunni skil á hugtakinu „sköpun“ og þekki möguleika og takmarkanir á skapandi vinnu með hópum. 
  • Þekki nálganir innan listmeðferðarfræða. 
  • Þekki grunnhugtök í þátttöku- og samfélagslist, sem og menningarstarfi. 
  • Þekki og sýni skilning á ólíkum nálgunum innan þverfaglegrar listsköpunar. 
  • Þekki og skilji þær áskoranir sem koma upp í undirbúningsferli og framkvæmd þegar kemur að vinnu með hópum. 
  • Þekki og sýni skilning á siðferðislegum álitamálum og gildi fagmennsku þegar kemur að vinnu með viðkæmum hópum. 
  • Þekki og sýni skilning á hugtökum eins og samhyggð og samkennd, bæði sem virkni og sem kenningalegum hugtökum.

 

LEIKNI

 Verkleg og persónuleg leikni
Að loknu námi er gert ráð fyrir að nemandi hafi færni til að beita í verki aðferðum faggreinar.
Í því felst að nemendur:
 
  • Hafi tileinkað sér persónulega leikni í sköpun, þróun og beitingu hugmynda. 
  • Hafi þróað með sér skilning á mikilvægi samkenndar í umgengni, samskiptum og samræðum. 
  • Geti borið kennsl á félagsleg takmörk og fjölbreytileika viðkvæmra hópa.
  • Geti borið kennsl á möguleika fólks með ólíka færni með það að markmiði að valdefla viðkomandi. 
  • Geti þróað viðeigandi áætlanir fyrir ólíkar aðstæður. 
  • Geti talað fyrir sköpun og velferð gegnum þverfaglega samvinnu við mismunandi hópa í ólíku samhengi. 
  • Geti tekið sjálfstæðar og faglegar ákvarðanir sem byggðar eru á skapandi, félagslegum og heilsueflandi rökum. 
  • Geti beitt þekkingu sinni, skilningi og launsamiðaðri nálgun í verkefnum. 
  • Geti beitt ígrundandi og gagnrýninni hugsun í mati á eigin frammistöðu frá faglegu sjónarhorni. 

 

HÆFNI

Hæfni í miðlun og samskiptum 
Að loknu námi er gert ráð fyrir að nemandi hafi hæfni til að miðla þekkingu og færni í faglegu samhengi eða í frekara námi.
Í því felst að nemendur:
 
  • Geti yfirfært og miðlað faglegri listrænni þekkingu sinni þegar unnið er með viðkvæmum hópum og fólki með sérþarfir með það að markmiði að stuðla að virkni, velferð og inngildingu.  
  • Hafi burði til að eiga frumkvæðið að skapandi verkefnum með ólíkum hópum, skapa umræðu og taka ábyrgð á eigin vinnu með einstaklingum og hópum. 
  • Geti tekið virkan þátt í samstarfi og verkefnum sem miða að virkni og inngildingu.

 

Fræðileg hæfni
Að loknu námi er gert ráð fyrir að nemandi hafi hæfni til að beita fræðilegri þekkingu og færni í faglegu samhengi eða í frekara námi.
Í því felst að nemendur:
 
  • Geti beitt fræðilegri þekkingu, skilningi og færni í verkefnum. 
  • Geti notað persónulega og verklega þekkingu sína til að ígrunda og meta eigin frammistöðu, sem og beitt henni í persónulegri þróun og faglegri hegðun. 
  • Geti metið og greint niðurstöður eigin rannsókna sem og annarra.
  • Geti skrásett almennar niðurstöður úr hópavinnu sem og ferli og framkvæmd verkefna. 
  • Hafi þróað með sér nauðsynlega hæfni og sjálfstæð vinnubrögð til að geta tekist á við frekara nám og/eða starf á fagsviðinu.