Kirkjutónlist

Markmið kirkjutónlistarnámsleiðar er að mennta fjölhæfa tónlistarmenn með góða þekkingu, leikni og hæfni í sínu fagi. Námið er kröfuhart, framsækið, krefst sjálfstæðis í vinnubrögðum og er góður grunnur fyrir kantora framtíðarinnar en einnig fyrir framhaldsnám til mastersgráðu í kirkjutónlist. Tónlistardeild býður í samstarfi við Tónskóla Þjóðkirkjunnar upp á þriggja ára nám sem leiðir til bakkalárgráðu (BA).

Uppbygging námsins

Námið byggist upp af einkatímum í orgel, lítúrgiskum orgelleik og kórstjórn. Boðið er upp á önnur námskeið sem gefa góðan grunn fyrir kantorsstarf í kirkjum, svo sem sálma- og helgisiðafræði, orgelfræði, söng, hljómborðsleik ofl.

Kammertónlist, samspil og reglulegt tónleikahald er mikilvægur hluti námsins. Samstarf við margra erlenda tónlistarháskóla opnar nemendum góða möguleika fyrir skiptinám erlendis.

Almenn fræðafög eru um þriðjungur námsins.

Fagstjóri kirkjutónlistarnámsleiðar er petermate [at] lhi.is (Peter Máté), prófessor.

Nafn námsleiðar: Kirkjutónlist
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 12. apríl 2024

Umsóknum svarað: Maí/júní 2024

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar brautar

HAFA SAMBAND

peter [at] lhi.is (Peter Máté)
fagstjóri hljóðfæraleiks

FLÝTILEIÐIR

Tónlistardeild á Instagram
Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ