Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið getur nýst kennurum, leikhúsmenntuðu fólki og þeim sem starfa með börnum og ungmennum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og vinnustofum þar sem nemendur upplifa sköpunarferlið og þann möguleika sem það gefur. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar þegar vandi steðjar að.
 
Í námskeiðinu eru kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, auka félagsfærni, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Kynntar eru hugmyndir, kenningar og aðferðir til að nýta listmeðferð í tengslum við nám.
 
Námsmat: Þátttaka og verkefnaskil.
 
Kennari: Unnur G. Óttarsdóttir
 
Staður og stund: Laugarnes, nánari upplýsingar síðar.
 
Tímabil: Vor 2019.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum). 
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 545 2249.