Námi í öllum deildum skólans lýkur með lokaverkefni. 

Sniðmát fyrir lokaverkefni eru í dálkinum Sniðmát hér til hægri.

Bókasafnið varðveitir ekki prentuð eintök lokaverkefna en nemendur skila inn rafrænu eintaki af lokaverkefni á skemman.is sem er stafrænt varðveislusafn háskólanna. Lokaverkefnin má nálgast á skemman.is og þau má líka finna á leitir.is 

Leiðbeiningar um hvernig ritgerð er skilað í skemman.is eru í dálki hér til hægri.

Við skil lokaritgerða þarf að velja þá deild sem útskrifast er frá sem og námsstig: BA eða MA. 
Nemendur skrá sig inn á skemman.is með LHÍ aðganginum sínum. 
Mikilvægt er að klára að fara í gegnum allt ferlið. Því lýkur með því að samþykkja skilmála og senda verkið inn. 
Ritgerðir eru birtar á Skemmunni að lokinni útskrift en nokkrir dagar geta liðið frá útskrift og þar til ritgerðin er birt á Skemmunni. 
Mælst er til þess að nemendur hafi lokaritgerðir sínar opnar, ekki síst þar sem þeim gagnast að geta vísað á ritgerðir sínar að útskrift lokinni. 
Höfundur þarf að skila formlegri beiðni um að láta opna áður læstri ritgerð.

 

 

 

 

Sniðmát 

Sniðmát lokaverkefna LHÍ - allar deildir

Skil í Skemmu

Leiðbeiningar um skil í Skemmu 

Heimildaskráning 

Chicago heimildaskráning - dæmasafn