Nemendur fá:

  • tíma í tækni, spuna og líkamsþjálfun, vinnustofur í kóreógrafíu og fræðitíma, allt leitt af leiðandi innlendum og erlendum dönsurum, kóreógraferum, dramatúrgum og fræðingum.  
  • stuðning og leiðsögn í því að þróa sína einstaklingsbundnu nálgun á hreyfingu og kóreógrafíu.
  • reynslu í listrænum þverfaglegum nálgunum
  • tækifæri til að þróa sterkan grunn í dans – og sviðslistarfræðum
  • tækifæri til að þróa færni sína í gagnrýnum skrifum 
  • beinan aðgang í starfsumhverfi samtímadansins, bæði hér heima sem og erlendis
  • kunnáttu og hæfni til að hefja feril sinn sem danslistamenn

Markmið og skipulag námsleiðarinnar:

  • Að þróa einstaklingsbundna nálgun nemendanna gagnvart hreyfingu, aðferðum, skapandi ferli, sviðsetningu og framkvæmd á sviði samtímadanss.
  • Að þróa og víkka út hreyfitungumál nemendans í gegnum stranga þjálfun í mismunandi aðferðum samtímadanss og spuna
  • Að þróa og víkka út skapandi aðferðir nemendanna í gegnum kóreógrafíu og aðrar listrænar nálganir
  • Að styðja við sjálfstæða listræna vinnu nemendanna
  • Að skapa dýnamískt og hvetjandi umhverfi til sjálfstæðar þróunar á einstaklingsbundinni nálgun hvers nemanda
  • Að víkka út þekkingu nemendanna á samtímadansi og sviðslistum
  • Að styðja við nýsköpun á innlendum sem og erlendum samtímadansvettvangi
  • Að skapa beinan aðgang að starfsumhverfi samtímadansins, hér heima sem og erlendis
  • Að þróa hæfni og tækni nemendanna til að hefja feril sinn sem sjálfstæðir danslistamenn
  • Að þróa hæfni nemendanna til að fjalla um aðferðir sínar, verk og nálganir bæði munnlega og skriflega