Meistaranám í tónsmíðum

Í alþjóðlegu meistaranámi í tónsmíðum er gagnrýnið og skapandi hugarfar í öndvegi. Markmiðið er að efla listrænt eða fræðilegt starf nemandans og ganga þar út frá hans eigin forsendum og því verkefni sem hann leggur til grundvallar. Veitir námið þá þann tæknilega, fræðilega, skáldlega og hagnýta stuðning sem þarf til að verkefnið geti tvímælalaust talist gilt og markvert framlag á meistarastigi. 

Námið er því að miklu leyti einstaklingsmiðað. Nemandinn velur sér viðfangsefni sem styðja við sérsvið og áhugaefni hans sem tónskálds og  fræðimanns. Til handleiðslu hefur hann aðgang að fjölbreyttri sérfræðiþekkingu innan skólans, auk þess sem eftir ástæðum er hægt að leita til leiðbeinenda og ráðgjafa utan skólans. 

Ýmis námskeið eru í boði sem styðja við áherslusvið nemanda, jafnt í einkatímum sem hóptímum svo sem hljóðfærafræði, raftækni og hljóðfræði, tónlistarfræði, hljóðfæraleikur/söngur/stjórnun og tónlist í þverfaglegu samhengi og rétt að benda á að ákveðin valnámskeið má sækja í aðrar meistaranámsdeildir skólans. 

Hægt er að velja um þrjár leiðir til lokaprófs í meistaranámi í tónsmíðum, tvær leiða til MA-gráðu og ein til MMus-gráðu. 

Nemendur fá einstakan aðgang að atvinnuhljóðfæraleikurum sem sérhæfa sig í flutningi nýrrar tónlistar því reglulega eru haldnar vinnustofur þar sem verk nemenda eru æfð og flutt. Frá árinu 2015 hefur Caput-hópurinn komið að flutningi verka nemanda á þess háttar vinnustofum og útskriftartónleikum. Enn fremur má nefna Adapter, Strokkvartettinn Sigga, Hljómeyki, Spilmenn Ríkínis og Stirni Ensemble. 

Hægt er að sækja um skiptinám á meistarastigi til um þrjátíu samstarfsskóla í Evrópu í eina eða tvær annir.  

Fagstjóri meistaranáms í tónsmíðum er atliingolfs [at] lhi.is (Atli Ingólfsson), prófessor.

Nafn námsleiðar: Meistaranám í tónsmíðum
Nafn gráðu: MA/MMus
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár
Hægt að taka námið á  6 - 8 önnum – 3 - 4 árum

IMPORTANT INFORMATION

Opening of applications: January 8th 2024

Deadline: Apríl 12th 2024

Application outcome: May 2024

APPLICATION

Electronic Application

CONTACT

atliingolfs [at] lhi.is (Atli Ingólfsson)

SHORT CUTS

Music Department on Instagram

IUA Rules

Tuition 

Course Catalog

 

„Ég flutti frá Noregi til Íslands til að hefja mastersnám í tónsmíðum í LHÍ fyrir tveimur árum síðan. Ég er mjög ánægð með valið mitt. Það er svo gaman að læra í skóla sem hefur eingöngu listanámsleiðir. Það skapar möguleika á samvinnu milli námsleiðanna sem gefur þér  innblástur.
Kennararnir er alltaf til í að hjálpa og koma með endurgjöf, og þeir fylgja þér alla leið frá hugmyndinni til lokaútgáfu verkefnisins. Ég er bráðum búin með námið í LHÍ og á þessum tveimur árum hafa bæði ég og listin mín þroskast.“

 

Birgit Djupedal

Frá fagstjóra

Það koma nemendur úr ýmsum áttum í MA nám í tónsmíðum við LHÍ, margir þeirra erlendis frá. Bakgrunnur þeirra er ýmist raftónlist, rituð hljóðfæratónlist, hljóðfæraleikur, kvikmyndatónlist, útsetningar, tónlistarrannsóknir eða lagasmíðar. Námið er þannig byggt upp að það getur tekið á móti svo fjölbreyttum hóp. Þótt viðfangsefnin séu margvísleg er nefnilega margt sem sameinar þá sem skapa og rannsaka tónlist á meistarastigi.

Hér er mikil áhersla á gagnrýna og skapandi hugsun og hvatt til samtals á milli nemenda jafnt innan sem utan deildarinnar. Stuðlað er að því að meistaranemar skólans myndi samfélag hverjum og einum til stuðnings og hvatningar. Þannig felst talsverður styrkur í heildinni.

En skólinn veitir jafnframt hverjum og einum þau tæki sem hann þarfnast til að ná sem mestum árangri á sínu sérsviði. Nemandinn hefur aðgang að fjölbreyttri sérfræðilegri og listrænni þekkingu innan skólans en getur auk þess leitað til leiðbeinenda og ráðgjafa utan hans.

Námið einblínir ekki aðeins á fræðilegu hliðina, því nemandinn hefur jafnframt ýmsa möguleika á að þroska tónlistariðkun sína ef hann óskar þess, auk þess sem verkleg hlið tónsmíða kemur mikið við sögu í samtali og samstarfi við sérhæfða flytjendur nýrrar tónlistar.

Atli Ingólfsson