Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuListkennslufræði með aðfaranámi er þriggja ára námsleið fyrir þau sem hafa lokið a.m.k. 120 einingum á bakkalárstigi í listgrein. Námið miðar að því að mennta listafólk til kennslu ásamt því að efla með því færni og fræðilegan grunn til að miðla þekkingu sinni á ólíkum vettvangi.
Information is provided in Icelandic for study programmes that have Icelandic as the primary language of instruction.
Um námið
Námið miðar að því að mennta listafólk til kennslu ásamt því að efla með því færni og fræðilegan grunn til að miðla þekkingu sinni á ólíkum vettvangi. Námið er fjölbreytt og byggir á námskeiðum í kennslu-, uppeldis- og sálarfræði, heimspeki og félagsfræði, samhliða þjálfun í kennslu og miðlun listgreina og verkefna á vettvangi bæði innan skólakerfisins og utan þess.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi kennarans, bæði fræðilega og á vettvangi. Þeir geti skipulagt nám og námsþætti út frá gildandi námskrám og valið námsgögn, náms- og matsaðferðir við hæfi. Kennsla og miðlun eru einnig skoðuð í víðara samhengi og nemendur hvattir til að setja fram eigin sýn og hugmyndir um listnám og námsframboð í samfélaginu.
Í listkennsludeild er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að tileinka sér og þróa aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum.
Inntökuskilyrði
Umsækjendur þurfa að hafa lokið a.m.k. 120 einingum á bakkalárstigi í listgrein.
Uppbygging náms
Námið er fjölbreytt og byggir á námskeiðum í kennslu-, og sálarfræði, heimspeki og félagsfræði, samhliða þjálfun í kennslu og miðlun listgreina og verkefna á vettvangi bæði innan skólakerfisins og utan þess.
Námið er þriggja ára (sex missera), 180 eininga fræðilegt og hagnýtt framhaldsnám í listkennslufræðum með aðfararnámi. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára diplómanámi á háskólastigi í listum (120 einingum á bakkalárstigi í listgrein) við viðurkennda háskóla.
Fyrsta árið taka nemendur blöndu af skyldufögum úr listkennsludeild og skyldufögum á bakklárstigi úr öðrum deildum Listaháskólans, eftir fagsviði sínu. Á öðru ári fara nemendur yfir á námsleiðina listkennslufræði og ljúka námi með meistaragráðu.
Nemendur vinna 10, 20 (M.Art.Ed.) eða 30 (MA) eininga lokaverkefni eða ljúka námsleiðinni án lokaverkefnis (MT).
Að loknu námi
Að loknu námi hljóta nemendur ýmist meistaragráðu listkennslukennslufræðum. Nemendur hafa aflað sér þekkingar og reynslu til að starfa á öllum skólastigum sem og sinna ólíkum menningar- og menntunartengdum verkefum í samfélaginu.
Auk almennra réttinda sem meistaragráða veitir til frekara náms og starfa fá nemendur starfsréttindi (leyfisbréf) við útskrift. Leyfisbréfið innifelur rétt útskrifaðra nemenda til að kalla sig kennara og starfa sem slíkur hér á landi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Allar umsóknir um nám fara í gegnum umsóknargátt og munu öll samskipti varðandi umsóknarferlið fara þar fram. Umsóknargjaldið er greitt í seinasta skrefi ræfrænu umsóknarinnar og er 5.000 kr.
Innritaðir og brautskráðir nemendur sem eru með Ugluaðgang þurfa einnig að stofna sérstakan aðgang í samskiptagátt þegar sótt er um nýtt nám.
Í rafrænu umsókninni gefst umsækjanda kostur á að tilgreina ástæður umsóknar, markmið, framtíðarsýn, áherslugrein og fleira í stuttum texta. Umsækjendur fá staðfestingu á því að LHÍ hafi móttekið umsóknina eftir að gengið hefur verið úr skugga um að umsækjandi hafi skilað inn öllum nauðsynlegum fylgiskjölum. Í listkennsludeild eru nemendur teknir inn einu sinni á ári og hefja nám á haustönn.
6. janúar 2025
8. apríl 2025
Maí 2025
Til að umsókn sé fullgild þarf að greiða umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:
Staðfest afrit af prófskírteinum, svarthvítt ljósrit gildir ekki.
Umsækjendur eru beðnir um að skrifa nöfn og netföng tveggja umsagnaraðila í þar til gerðan reit í umsókninni. Æskilegt er að annar umsagnaraðili tengist námi og hinn vinnu.
Haft verður samband við meðmælendur og óskað eftir meðmælum eftir þörfum.
Umsækjendur sem uppfylla öll inntökuskilyrði námsleiðar eru boðaðir í inntökuviðtal.
Umsækjendur þurfa ekki að hafa með sér gögn í inntökuviðtal nema þeirra sé sérstaklega óskað af inntökunefnd.
Inntökunefnd listkennsludeildar fer yfir umsóknir og velur umsækjendur sem fá boð um skólavist.
Þeir umsækjendur sem fá boð um skólavist þurfa að staðfesta hvort þeir hyggist taka því með því að greiða skrásetningargjald fyrir komandi skólaár.
Úrskurður inntökunefndarinnar er endanlegur og er inntökunefnd ekki skylt að gefa nánari skýringar á úrskurði sínum.