Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Söngur B.Mus

Decor overlay

Í söngnámi LHÍ fá nemendur tækifæri til að þjálfa þá hæfni sem þarf til að starfa sem atvinnusöngvarar sem og þeim fjölbreyttu þáttum sem snúa að starfsvettvangi söngvara. Námið er framsækið og í stöðugri þróun. 

  • Opnað fyrir umsóknir

    10. febrúar 2025

  • Umsóknarfrestur

    8. apríl 2025

  • Umsóknum svarað

    Maí / júní 2025

  • Skrásetningargjald

    Skoða nánar

  • Nafn námsleiðar

    Söngur B.Mus

  • Nafn gráðu

    B.Mus

  • Einingar

    180 ETC

  • Lengd náms

    6 annir – 3 ár

Information is provided in Icelandic for study programmes that have Icelandic as the primary language of instruction.

Um námið

Nám í klassískum söng krefst mikils af nemendum. Ætlast er til að þeir æfi sig á skipulegan hátt, og reglulega, svo þeir fái góða yfirsýn yfir það efni sem námsskráin byggir á. Í náminu vinna nemendur að því að ná góðu valdi á söngtækni og túlkun undir leiðsögn kennara deildarinnar og gestakennara. Jafnframt er markmiðið að nemendur öðlist hæfni til að vinna á skapandi og sjálfstæðan hátt. Áhersla er lögð á valdeflingu, sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur séu leiðandi í eigin námi. Nemendum gefst þannig kostur á að móta eigin áherslur og sinna þeirri tónlist sem þeir hafa mestan áhuga á samhliða því að kynnast hinni fjölbreyttu flóru klassískrar söngtónlistar. Fjölmargar aukagreinar styðja við aðalnámið, svo sem leiklist og hreyfitímar, auk þátttöku í fjölbreyttum verkefnum deildarinnar.  

Uppbygging náms

Söngnám er þriggja ára bakkalárnám (BMus). Nemendur vinna í einkatímum sem og hóptímum hjá framúrskarandi listamönnum, innlendum og erlendum. Mikilvægur hluti námsins er að öðlast reynslu í því að koma fram opinberlega. Meðan á náminu stendur fá því nemendur fjölmörg tækifæri til að syngja á tónleikum. Auk þess er hvatt til þátttöku í fjölbreyttum verkefnum innan skólans og utan, s.s. á einsöngstónleikum, kirkjutónleikum, með kammerhópum, í kór, í spunaverkefnum og í sviðsettum senum úr óperum. Söngnemendur hljóta þjálfun í framburði, bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Þegar kemur að því að tileinka sér innihald verkefnanna er markvisst unnið að því að þjálfa leikrænt og skapandi ferli söngvarans. Sérstök áhersla er á flutning nýrrar tónlistar en þar fá nemendur dýrmætt tækifæri til að vinna með tónsmíðanemendum og taka þátt í að semja og frumflytja ný verk.  

Að loknu námi

Að loknu námi við söngdeild LHÍ hafa nemendur öðlast góðan grunn undir áframhaldandi einsöngsnám í erlendum tónlistarháskólum. Fyrir þá sem hyggjast leggja áherslu á kennslu stendur BMus nemendum til boða meistaranám við LHÍ í kennslufræði (MEd).  

Fagstjóri söngnámsleiðar er Hanna Dóra Sturludóttir.

Umsóknar- og inntökuferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er fyllt út í umsóknargátt. Umsóknarferlið er í tveimur skrefum: í fyrra skrefinu er umsóknin fyllt út með fylgigögnum og umsóknargjald er greitt. Seinna skrefið er inntökuferli. ​
Í rafrænu umsókninni gefst umsækjanda kostur á að tilgreina ástæður umsóknar, markmið, framtíðarsýn og fleira í stuttum texta. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn rafrænni áheyrnarprufu. Myndbandsupptökurnar mega vera að hámarki 3 mánaða gamlar. Hvert sönglag eða aría auk talaðs texta þarf að vera flutt í einni töku án klippinga en ekki er nauðsynlegt að flytja alla dagskrána í einni töku. Umsækjandi sendir hlekk á upptökuna þar sem hægt er að sækja hana. Eftir upptaka hefur verið metin er umsækjandi boðaður í stuttan fyrirsöng og viðtal með inntökunefnd.

Opnað fyrir umsóknir

10. febrúar 2025

Umsóknarfrestur

8. apríl 2025

Umsóknum svarað

Maí / júní 2025

Verðskrá

Skoða nánar

Leiðbeiningar

Umsækjendi skal fylla út rafræna umsókn í umsóknargátt. Umsókn skal fylgja eftirfarandi fylgiskjöl:

  • 1. kynningarbréf

    Skylda

    Í kynningarbréfi tekur umsækjandi fram hvaða raddtegund hann er (sópran, mezzósópran, tenór, baritón, bassiog hver er hvati umsóknar í viðkomandi námsleið. 

  • 2. Prófskírteini

    skylda

    Umsækjendur eru beðnir um að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini úr framhaldsskóla auk námsferilsyfirliti úr tónlistarskóla ef það á við. Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn.  Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn. Fáið staðfest afrit af undangengnu tónlistarnámi ef við á (afrit af nýjasta stigsprófi sem þreytt hefur verið) með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn. 

  • 3. Tenglar

    Skylda

    Umsókninni þurfa að fylgja tenglar á upptökur umsækjanda.

    Verk sem umsækjandi þarf að flytja eru:

    • Tvær aríur og tvö sönglög
    • Verkin skulu búa yfir fjölbreyttum eiginleikum, vera frá ólíku tímabili og á mismunandi tungumálum.
    • Eintal á íslensku, um tvær mínútur að lengd. Textinn getur verið úr þekktu leikverki, söngleik eða óperu.

    Tilgangurinn er að umsækjandi sýni túlkunarhæfni og textameðferð. Erlendir umsækjendur hafa leyfi til að flytja texta á móðurmáli sínu. Allur flutningur skal vera blaðlaus.
    Lengd: 20 mín.

Inntökuferli

Inntökuferli fer fram í þremur þrepum.

  • 1. Söðupróf í tónfræðigreinum

    Skylda

    Stöðupróf í tónfræðigreinum fer fram 2. maí 2025.
    Sýnishorn af stöðuprófum má nálgast hér að neðan.

  • 2. Áheyrnarprufur og viðtöl

    skylda

    Verk sem umsækjandi þarf að flytja eru:

    • Tvær aríur og tvö sönglög
    • Verkin skulu búa yfir fjölbreyttum eiginleikum, vera frá ólíku tímabili og á mismunandi tungumálum.
    • Eintal á íslensku, um tvær mínútur að lengd. Textinn getur verið úr þekktu leikverki, söngleik eða óperu.

    Tilgangurinn er að umsækjandi sýni túlkunarhæfni og textameðferð. Erlendir umsækjendur hafa leyfi til að flytja texta á móðurmáli sínu. Allur flutningur skal vera blaðlaus.
    Lengd: 20 mín.

  • 3. Niðurstöður tilkynntar

    Niðurstöður umsókna eru tilkynntar í maí/júní 2025.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði í söng skipast í almenn og sértæk inntökuskilyrði en umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.

  • Almenn inntökuskilyrði

    skylda

    Miðað er við umsækjendur um bakkalárnám í söng hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. 

  • Sértæk inntökuskilyrði

    skylda

    Umsækjendur í söngnám hafi lokið miðstigsprófi í söng, sýni ótvíræða raddlega hæfileika og hafi nokkuð góðan tónlistarlegan bakgrunn. Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn. 

  • Undanþágur vegna inntöku

    Listaháskólanum er heimilt veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.