Vikuna 24.-28. febrúar 2025 fóru nemendur útskriftarárgangs leikarabrautar LHÍ í námsferð til KHIO, Kunsthögskolen i Oslo þar sem tekið var vel á móti þeim. Með þeim í ferð voru Agnar Jón Egilsson fagstjóri leikaranáms LHÍ og Snæbjörg Sigurgeirsdóttir professor.
Íslenski hópurinn kynntist norskum kollegum sínum vel í hreyfitímum á morgnana og raddtímum í eftirmiðdaginn, þar sem tvíeikið Sylvi Fredriksen og Marius Holth héldu utan um kennsluna. Það var mál manna að stemmingin væri frábær í hópnum, samstarfið mjög gott og kennslan til fyrirmyndar.
Hópurinn nýtti ferðina einnig til að fara mikið í leikhús og sjá fjölbreyttar uppsetningar.
Á meðfylgjandi mynd styllir hópurinn sér upp með Ketti sem lék stórt hlutverk í uppsetningu Det Norske Teater á Lady Macbeth.
Heimsókn þessi er partur af samstarfi Listaháskóla Íslands við KHIO.