Verið velkomin á opið námskeið með Ant Hamtpon og Christopher Meirerhans sem kennt er í alþjóðlegu meistaranámi sviðslistadeildar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja fá innsýn í nýtt meistaranám við sviðslistadeild, aðgangur er ókeypis og skráning fer fram hjá  Vigdísi Másdóttur, vigdism [at] lhi.is, verkefnastjóra deildarinnar. Nánar um námskeiðið.

Námskeiðið fer fram vikuna 12. - 16. desember frá kl. 12:00 - 17:00 og í Laugarnesinu.

Ant Hampton sviðshöfundur leikstýrir, skrifar og vinnur sviðsverk með þáttöku áhorfenda. Verk hans hafa verið sýnd víða um Evrópu og hefur hann kennt við marga virta listaháskóla og tekið þátt í uppbyggingu meistaranám í Dazart í Amsterdam. Hann hefur þróað hugmyndina að Autoteatro sem er sviðslistaform sem setur áhorfandann í aðalhlutverkið þar sem hann fylgir óundirbúinn handriti sem lagt er fyrir hann á sviði,  í óhefðbundnum leikrýmum eða opinberu rými. Ant vann að þróun Autoteatro með Silviu Mercuriali sviðslistakonu en hann hefur einnig unnið með Forced Entertainment, Edit Kaldor og er um þessar mundir í samstarfi við Christophe Meierhans.

 

The Quiet Volume by Ant Hampton & Tim Etchells at London Word Festival from londonwordfestival on Vimeo.

 
Christophe Meierhans er fæddur 1977 í Geneva, Sviss og vinnur þvert á allar listgreinar. Hann er menntaður sem tónskáld, verk hans eru á mörkum gjörningalistar, þáttökulistar, vídeó og miðlunar innsetningum, stuttmyndum, útgáfum og tónlistarverkum.
Verk hans hafa verið flutt og kynnt í tónleikasölum, á hátíðum, í söfnum víða um Evrópu. Christophe er stofanandi hljóðgjörninga dúósins, TAPE THAT, og  kollektívsins C&H. Christophe býr og starfar í Burssel, Belgíu.