Ritlaunin ætlar Bryndís að nýta til að leggja lokahönd á handrit að bók fyrir unglinga og aðra sem eru eilífðarunglingar í hjarta sér. 

Bryndís Björgvinsdóttir er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna 2011. Bryndís var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu bók með vinkonu sinni, Orðabelg Ormars ofurmennis (1998), en Flugan sem stöðvaði stríðið er önnur bók Bryndísar. Bryndís er þjóðfræðingur að mennt og starfar m.a. við rannsóknarstörf og kennslu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands þar sem hún er aðjúnkt. Nýverið hóf Bryndís einnig nám í ritlist við Háskóla Íslands. Flugan sem stöðvaði stríðið verður þá gefin út á förnsku á næsta ári.